Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Þormóð ramma
Mánudaginn 11. febrúar 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti harmar hvernig þessar umræður ætla að þróast. Forseti vill benda hv. þingheimi á að það er óviðeigandi með öllu að ræða pólitískar skoðanir fólks norður í landi sem hvergi getur varið sig og engan varðar um hvar er statt á stjórnmálasviðinu. Þá er jafnóviðeigandi að bera brigslum embættismenn sem ekki geta varið mál sitt.
    Forseti hefur nú orðið við þeirri beiðni að fresta þessum fundi um hálftíma þar sem nú hefjast þingflokksfundir kl. 5. Fundi verður fram haldið hér kl. 8.30 í kvöld. Þá verður tekin fyrir þáltill. um málefni Litáens og verður reynt að afgreiða hana til atkvæða en síðan verður áfram haldið umræðu um það mál sem hér hefur verið rætt í dag. Forsetum er nauðsynlegt að halda fund núna frá kl. 4.30 til kl. 5 og vil ég biðja hv. þm. að virða það að fundinum er nú frestað um hálftíma.