Málefni Litáens
Mánudaginn 11. febrúar 1991


     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ef ég gæfi einhverjum það loforð að ég mundi framkvæma ákveðinn hlut svo fljótt sem verða mætti þá fyndist mér að í því fælist tvennt: Í fyrsta lagi að ég teldi hlutinn framkvæmanlegan og í annan stað að ég teldi mig hafa skuldbundið mig um að hafa það sem forgangsverkefni. Ég veit ekki hvaða skilning hæstv. ráðherra hefur á þessum skilaboðum en í ljósi míns skilnings, að hér sé um alranga tímasetningu að ræða og óraunhæft að hægt sé að verða við þeim tilmælum Litáa að viðurkenna þeirra fullveldi eins og málum er háttað í dag, segi ég nei.