Málefni Litáens
Mánudaginn 11. febrúar 1991


     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég tel að það sé réttur allra þjóða að fá að ákveða sjálfar með lýðræðislegum hætti stjórnarform sitt. Litáíska þjóðin hefur lýst vilja sínum og við eigum að aðstoða þá með hverjum þeim hætti sem þeim má að gagni koma, þar á meðal taka upp viðræður um stjórnmálasamband Íslands og Litáens. Ég vil að Íslendingar taki upp stjórnmálasamband við Litáen svo fljótt sem verða má, þ.e. þegar þær aðstæður hafa skapast að samkvæmt eðlilegum samskiptaháttum alvöruríkja sé það mögulegt. Í trausti þess að svo verði gert þá segi ég já.