Veiting ríkisborgararéttar
Þriðjudaginn 12. febrúar 1991


     Dómsmálaráðherra (Óli Þ. Guðbjartsson) :
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar sem hér er flutt á þskj. 592. Í 1. gr. frv. eru talin upp nöfn sex manna sem sótt hafa um íslenskan ríkisborgararétt. Að mati dómsmrn. uppfylla þeir þau skilyrði sem Alþingi hefur sett fyrir veitingu ríkisborgararéttar á undanförnum árum.
    Í 2. gr. eru sömu ákvæði um nafnabreytingar og gilt hafa síðustu árin.
    Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til 2. umr. og hv. allshn.