Fundarsókn fjmrh.
Miðvikudaginn 13. febrúar 1991


     Forseti (Jón Helgason) :
    Vegna 3. dagskrármálsins vill forseti geta þess að hv. 2. þm. Norðurl. e. mun aðeins hafa frestað ræðu sinni þegar málið var til umræðu á fyrri fundi. Umræðunni var frestað svo að hann hefur enn ræðutíma.
    En hv. þm. hefur óskað eftir því að mál hans verði tekið út af dagskrá og tekið fyrir á fundi nk. þriðjudag. Ég vil geta þess að samkvæmt starfsáætlun Alþingis á að vera fundur í Sþ. á föstudag en þar sem ekki verður hægt að taka fyrir þau mál sem áætlað var á þeim fundi, þá er gengið út frá því að það verði fundir í deildum í staðinn.