Endurgreiðsla á gjaldi af erlendum lánum
Miðvikudaginn 13. febrúar 1991


     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Rétt skal rétt vera og af því að hv. 2. þm. Norðurl. e. hefur í tvígang haft eftir mér nokkuð sem ég sagði reyndar ekki, þá vil ég koma á framfæri leiðréttingu. Hann sagði að ég hefði sagt að það hefði verið lofað helmingi stærri upphæðum en lántökugjaldið næmi. Það er nú reyndar ekki rétt. Nú getur vel verið að það verði um helmingi hærri upphæð að ræða og er það þá vel, en bara til þess að það fari ekkert á milli mála hvað ég sagði í minni ræðu þegar þetta mál var síðast á dagskrá, þá var það að ég liti á það sem loforð stjórnvalda að taka þátt í þeim gífurlega fjármagnskostnaði sem safnast hefði á skipið.