Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Þormóð ramma
Fimmtudaginn 14. febrúar 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna fyrirspurnar hv. 5. þm. Austurl. í upphafi ræðu hans skal það upplýst að skv. 51. gr. stjórnarskrár Íslands eiga ráðherrar ,,samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á Alþingi,`` og eins og þar segir ,,eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæðisrétt eiga þeir þó því aðeins, að þeir séu jafnframt alþingismenn.`` Það fer því ekki á milli mála að um rétt hæstv. fjmrh. gilda allar sömu reglur og um aðra hv. þm.