Stjórnarskipunarlög
Mánudaginn 18. febrúar 1991


     Guðmundur Ágústsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Tillaga hv. 4. þm. Vestf. kemur verulega á óvart þar sem í Nd. var málinu vísað til allshn. Ég tel enga ástæðu til að hafa annan hátt á í Ed., að vísa til einhverrar sérstakrar og óskilgreindrar stjórnarskrárnefndar sem er ekki vitað um hverjir eiga sæti í. Það væri, held ég, mjög slæmt á þessu stigi.