Stjórnarskipunarlög
Mánudaginn 18. febrúar 1991


     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson) :
    Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar að það hefði verið rétt að fela málið sérstakri nefnd eins og venja hefur verið þegar fjallað hefur verið um frumvörp til stjórnskipunarlaga, þ.e. lausanefndir sem kosnar eru samkvæmt sérstökum ákvæðum í þingsköpum. Þar sem hins vegar stendur þannig á að Nd. ákvað að fara með málið eins og komið hefur fram og allshn. hennar fjallaði um það tel ég að Ed. sé ekkert annað eftir látið en að fallast á það einnig. Þess vegna segi ég nei við tillögu hv. 4. þm. Vestf., enda þótt ég vilji láta það koma um leið fram að ég fellst á hans almennu sjónarmið.