Stjórnarskipunarlög
Mánudaginn 18. febrúar 1991


     Þorv. Garðar Kristjánsson :
    Herra forseti. Með tilliti til þess sem hæstv. menntmrh. sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, þá vil ég vekja athygli á því að þingsköp gera ráð fyrir því að svo geti verið að sama máli sé vísað til mismunandi nefnda ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi þó að hitt sé aðalreglan að málið fari í sömu nefnd í báðum deildum. Það er tekið fram í þingsköpum með sérstöku tilliti til þess að undanþágur geta verið frá meginreglunni að hún skuli gilda ,,að jafnaði`` eins og það er orðað í þingsköpum. Þegar ég hef vakið athygli á þessu, þá segi ég það sem ég hafði ætlað að segja þegar ég kom hér upp. Ég greiði atkvæði með tillögunni og segi já.