Varamenn taka þingsæti
Mánudaginn 18. febrúar 1991


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
     Forseta hefur borist eftirfarandi bréf:
    ,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi á næstunni af heilsufarsástæðum leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna setu 1. varamanns á þingi taki 2. varamaður Borgaraflokksins í Reykjavík, Hulda Jensdóttir, sæti á Alþingi í forföllum mínum.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,

11. þm. Reykv.``


    Hulda Jensdóttir hefur áður tekið sæti á þessu þingi og þarf því ekki að undirrita eiðstaf og er hún boðin velkomin til starfa.