Varamenn taka þingsæti
Miðvikudaginn 20. febrúar 1991


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Forseta hafa borist eftirfarandi bréf:
    ,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur vegna utanfarar með utanrmn. og funda Norðurlandaráðs leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna anna 1. varamanns taki 2. varamaður Alþb. í Austurlandskjördæmi, Björn Grétar Sveinsson, sæti á Alþingi í fjarveru minni.
Hjörleifur Guttormsson,

2. þm. Austurl.``


    Hitt bréfið er á þessa leið:
    ,,Vegna sérstakra anna get ég undirrituð ekki tekið sæti Hjörleifs Guttormssonar á Alþingi.
Unnur Sólrún Bragadóttir.``


    Björn Grétar Sveinsson hefur áður tekið sæti á þessu þingi og þarf því ekki að undirrita eiðstaf og er hann boðinn velkominn til starfa.