Viðlagatrygging Íslands
Fimmtudaginn 21. febrúar 1991


     Fyrirspyrjandi (Pálmi Jónsson) :
    Virðulegur forseti. Í umræðum hér á hv. Alþingi um tjón vegna fárviðris sem gekk yfir landið í byrjun þessa mánaðar komu fram hugmyndir um að breyta lögum og verksviði Viðlagatryggingar Íslands. Í þessu sambandi er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig er háttað um tekjur og fjárhagsstöðu þess fyrirtækis. Því hef ég lagt fram svohljóðandi fsp. til hæstv. heilbr.- og trmrh. á þskj. 609, með leyfi forseta:
 ,,1. Hvað voru tekjur Viðlagatryggingar Íslands miklar á síðasta ári?
    2. Hversu háum fjárhæðum námu tryggingabætur fyrirtækisins á síðasta ári?
    3. Hver var eignastaða fyrirtækisins þann 31. desember sl.?``