Listamannalaun
Þriðjudaginn 26. febrúar 1991


     Ragnar Arnalds :
    Herra forseti. Samkvæmt tillögum meiri hl. menntmn. er leikhúslistafólki ætlað að sækja um starfslaun úr svonefndum listasjóði og samkvæmt tillögum meiri hl. er sérstaklega tekið fram að helmingur starfslauna úr listasjóði skuli ganga til leikhúslistafólks. Við, sem skipum meiri hl., teljum að með þessu sé leikhúslistafólki ágætur sómi sýndur, það sé ágætt svigrúm í listasjóði til að sinna þörfum þess, en teljum óskynsamlegt að sérgreina fjárveitingar og starfslaun til listamanna alfarið eftir listamannahópum og viljum frekar að starfandi sé einn almennur listasjóður. Með þetta í huga er ég andvígur brtt. og segi nei.