Listamannalaun
Mánudaginn 04. mars 1991


     Ragnhildur Helgadóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Það eru alveg nýir hættir hér á Alþingi að það sé tvisvar sinnum leitað meðatkvæða þegar búið er að leita atkvæða með tillögu. Það er búið að telja þau atkvæði og síðan á að leita mótatkvæða. Ef þá berast ekki nægilega mörg atkvæði þá er hægt að endurtaka atkvæðagreiðsluna en fyrr ekki.