Breyttir starfshættir Norðurlandaráðs
Mánudaginn 04. mars 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Eins og hv. þm. mun kunnugt hafði forseti fallist á að hér færu fram tvær umræður utan dagskrár skv. fyrri mgr. 32. gr. laga um þingsköp og stendur hvor umræða því hálfa klukkustund. Sú fyrri er umræða um breytta starfsháttu Norðurlandaráðs og umræðubeiðandi er hv. 1. þm. Reykn. Hin umræðan fjallar um tillögur um opinberar framkvæmdir umfram fjárlög og lánsfjárlagafrv. og þar er umræðubeiðandi hv. 2. þm. Norðurl. v. Hefst nú hin fyrri umræða og til máls tekur hv. 1. þm. Reykn.