Breyttir starfshættir Norðurlandaráðs
Mánudaginn 04. mars 1991


     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Til að fyrirbyggja allan misskilning og vegna orða hv. 3. þm. Vesturl., þá er rétt að ég skýri það aðeins nánar hvað látið var koma niður á hv. þm., félaga okkar Sighvati Björgvinssyni, hvernig ákvörðun sósíaldemókrata - grúppunnar kom niður á honum. Af þessum 16 megintrúnaðarstöðum eru sósíaldemókratar í sjö, þ.e. þeir eiga fjóra fulltrúa í forsætisnefnd og í þeirra hlut kom formennska í þremur nefndum. Þeir kusu að stilla öðrum upp heldur en Sighvati Björgvinssyni í þessar sjö stöður og það er það sem málið snýst um og það vakti óánægju okkar að hann skyldi ekki vera einn af þessum sjö. Frá miðflokkunum er einn nefndarformaður og þrír fulltrúar eru í forsætisnefnd. Frá hægri flokkunum eru tveir nefndaformenn og þrír í forsætisnefnd. Þetta vildi ég láta koma fram til skýringar. Hópur sósíaldemókratanna stillti ekki upp hv. þm. Sighvati Björgvinssyni í neina af þessum sjö trúnaðarstöðum sem sá hópur hafði ráð á.