Starfskjör presta þjóðkirkjunnar
Þriðjudaginn 05. mars 1991


     Eyjólfur Konráð Jónsson :
    Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég fagna þessu frv. og lýsi yfir fyllsta stuðningi við það. Það kemur til nefndar sem ég á sæti í og mun ég gera mitt til þess að greiða fyrir framgangi málsins.
    Það er satt að segja ekki vansalaust hvernig kjör presta hafa verið. Þau hafa ekki verið allt of beysin. Við skulum vona að Alþingi eða Kjaradómur muni skammta þeim meira heldur en verið hefur og þeir alla vega losna undan þátttöku í verkföllum t.d. Get ég þó tekið undir það að verkfallsrétturinn er almennt helgur þó að hann kannski gegni ekki nákvæmlega sömu hlutverkum nú eins og fyrrum var. En alla vega vænti ég þess að Alþingi geti jafnvel orðið sammála um að flýta fyrir framgangi þessa máls og teldi það vel farið.