Fullorðinsfræðsla
Þriðjudaginn 05. mars 1991


     Ragnhildur Helgadóttir (um þingsköp) :
    Herra forseti. Það er auðvitað mikill málafjöldi hér á þingi og mál koma fram ótt og títt og eiga að fara hratt áfram. Mörgum er ljóst að hér er um mál að ræða sem fjalla bæði um fullorðinsfræðslu, annað af hálfu hæstv. menntmrh. og heitir frv. til laga um fullorðinsfræðslu, en hitt af hálfu hæstv. félmrh. og heitir frv. til laga um starfsmenntun í atvinnulífinu. Í greinargerð fyrrnefnda frv. er einmitt vikið að starfsmenntun í atvinnulífinu og innan fyrrnefnda frv. um fullorðinsfræðslu, sem nú verður tekið hér til umræðu á eftir, er einmitt hægt að sinna öllum þeim málum sem nefnd eru í síðara frv. af hálfu félmrh. Frá mínu sjónarmiði kemur það ákaflega einkennilega fyrir ef jafnvíðtækir þættir menntunarinnar eiga að fara að heyra undir félmrn. Það þyrfti þá að gera einhverja breytingu á lögum eða reglugerðum um verkaskiptingu Stjórnarráðsins.