Frv. um skipan prestakalla og prófastsdæma
Miðvikudaginn 06. mars 1991


     Halldór Blöndal :
    Herra forseti. Ég flutti á þessu þingi frv. um breytingar á lögum um skipan prestakalla og prófastsdæma, ef ég man rétt. Nú sé ég að hér er frv. um þetta sama efni tekið til 2. umr. Mér hefur ekki unnist tími til þess að kynna mér frv. og vil óska eftir því að málið verði ekki tekið fyrir í dag og ég fái svigrúm til þess að kynna mér það. Ég geri ekki ráð fyrir því að hér sé um það frv. að ræða sem ég er flm. að þannig að ég tel óhjákvæmilegt að ég fái að kynna mér málið frekar.