Byggðastofnun
Miðvikudaginn 06. mars 1991


     Frsm. allshn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 804 um frv. til laga um breytingar á lögum nr. 64 1. júní 1985, um Byggðastofnun. Nál. þetta er frá allshn.
    Með þessu frv. eru lagðar til töluverðar breytingar á starfsemi Byggðastofnunar eins og nánar kemur fram í frv. Þessar breytingar voru unnar af nefnd sem var undir forustu Jóns Helgasonar og í henni áttu sæti fulltrúar allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Nál. er á þessa leið:
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og fengið til fundar við sig Guðmund Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, og Sigurð Guðmundsson, starfsmann stofnunarinnar.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt án breytinga.``
    Undir þetta rita allir nefndarmenn.