Stjórnarráð Íslands
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson) :
    Herra forseti. Í fjarveru forsrh., sem er upptekinn við atkvæðagreiðslu í Nd., mæli ég hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands. Hér er um mjög einfalt frv. að ræða þar sem lagt er til að fjmrn. og Fjárlaga- og hagsýslustofnun verði sameinuð í eitt ráðuneyti. Samkvæmt núgildandi lögum er Fjárlaga- og hagsýslustofnun sjálfstæð stjórnardeild innan fjmrn. og lýtur stjórn hagsýslustjóra. Eins og öllum hv. alþm. er kunnugt þá hafa þessi tvö ráðuneyti alltaf heyrt undir sama ráðherra, þ.e. fjmrh., og ætti það því að vera einföld og sjálfsögð breyting að fara út í þessa skipan mála því óþarft ætti að vera að hér sé um tvö sjálfstæð ráðuneyti að ræða, því hér eru verkefni sem alltaf hljóta að heyra undir fjmrh. hverju sinni.
    Ég vil að lokinni þessari umræðu leggja til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.