Stjórnarráð Íslands
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Forseti (Jón Helgason) :
    Eins og fram kom hjá hæstv. sjútvrh. verður að sjálfsögðu að fara eftir störfum í hverri nefnd og afgreiðslu hennar á málum hvaða frv. ná fram að ganga. Það er því út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða neitt fyrir fram hvaða mál komast fram og hvaða mál ekki.
    Í starfsáætlun þingsins er gert ráð fyrir þinglokum á föstudag, en ég býst við að það skýrist í dag eða á morgun hvort við það verður hægt að standa miðað við þau mál sem ég held , a.m.k. sum hver, að allir þingmenn séu sammála um að þurfi að ná afgreiðslu áður en þingi lýkur.