Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson) :
    Virðulegi forseti. Eins og ég gat um í umræðum í gær er þetta frv., 451. mál, fylgifrv. með frv. sem felur í sér breytingar á lögum um tekjuskatt. Þetta frv. felur í sér breytingar á nokkrum tölustærðum og er flutt til þess að breyta árlegum fjárhæðum frádráttarliða þar sem mönnum eru heimilaðar ákveðnar upphæðir til frádráttar vegna fjárfestingar í atvinnulífinu.
    Í sjálfu sér er ekki mikið meira um þetta frv. að segja. Það verður tekið til meðferðar ásamt 450. máli. Mælist ég til að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til fjh. - og viðskn. og 2. umr.