Meðferð opinberra mála
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson) :
    Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. til laga um meðferð opinberra mála á þskj. 870.
    ,,Nefndin hefur fjallað um frv. og fékk Markús Sigurbjörnsson prófessor á sinn fund. Nefndinni barst umsögn sakadóms Reykjavíkur, auk þess sem þær umsagnir sem lágu fyrir allshn. efri deildar voru kannaðar.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru í meðförum efri deildar.``
    Undir nál. rita Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson, Guðni Ágústsson, Ingi Björn Albertsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Friðjón Þórðarson og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.