Atvinnuleysistryggingar
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Geir H. Haarde :
    Herra forseti. Hér er um að ræða sjálfsagt réttlætismál sem gengur út á það að allir þeir sem greiða af launum sínum skatt í Atvinnuleysistryggingasjóð eigi jafnframt rétt á bótum úr sjóðnum. Það er alveg ástæðulaust að vísa þessu máli til ríkisstjórnarinnar. Ég segi nei við þeirri tillögu.