Næturfundir o.fl.
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna þessara orða hv. 6. þm. Norðurl. e. vill forseti vekja athygli á því að á þessu þingi hefur aldrei verið haldinn næturfundur. Forseti getur því ekki talið það óeðlilegt þegar þingi er að ljúka þó að það sé lagt á hv. þm. að sitja tvo kvöldfundi í röð. Fundurinn í gærkvöldi getur nú ekki talist næturfundur þar sem honum lauk um ellefuleytið þannig að oft hygg ég nú að meira hafi verið lagt á hv. þm. en verið hefur á þessu þingi.