Samningar um álver
Þriðjudaginn 12. mars 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Það er rétt sem fram kom hjá hv. 6. þm. Norðurl. e. að víst er orðið framorðið og menn þreyttir eftir langan vinnudag. Forseti vildi þess vegna fara þess á leit við hv. þm. sem eftir eiga að tala, en þeir eru þrír, að umræðan stæði ekki mikið lengur en til kl. 4. Fram undan eru erfiðir dagar og mikil vinnubyrði sem liggur á hv. þm. þannig að forseti vill leita samkomulags um að menn reyni að stytta mál sitt.