Kvöldfundir
Miðvikudaginn 13. mars 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Verði því ekki mótmælt mun nú forseti fara fram á að fá að afgreiða þessi þrjú mál. Síðan yrði þessum fundi slitið. Forseti mun beita sér fyrir því að haldinn verði fundur með þingflokksformönnum kl. 8.30 í kvöld ásamt forsetum þingsins og rætt frekara fyrirkomulag þar sem forseta var ekki ljóst að ekki hefði verið rætt við alla stjórnarandstöðuflokkana. Ég vænti þess því að menn geti sætt sig við það að afgreidd verði þessi þrjú mál, sem forseta er nokkuð í mun að koma af dagskrá og út úr þinginu, en það er Gróðurkort og landfræðilegt upplýsingakerfi, Kortlagning gróðurlendis Íslands og Alþjóðasamþykkt um varnir gegn efnum sem valda krabbameini. Ég hygg að ekki sé ágreiningur um þessi þrjú mál og væri þakklát fyrir ef hv. þm. vilja greiða fyrir afgreiðslu þeirra, en síðan yrði fundur með þingflokksformönnum kl. 8.30. Ég vænti þess að forseti fái samþykki fyrir þessu.