Aðflutningsgjöld af leigubifreiðum
Föstudaginn 15. mars 1991


     Fyrirspyrjandi (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Það er örstutt. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir þessi svör. Ég hefði kosið að þetta frv. sem hann minntist á hefði verið lagt fram á þessu þingi, en ekki verður á allt kosið. Ég tel einnig að hægt sé að breyta reglugerð um aðflutningsgjöld þannig að það hefði verið hægt að fella niður tolla af leigubifreiðum. En að sjálfsögðu fagna ég því mjög að þessi ákvörðun hafi verið tekið og við megum búast við því að á næsta þingi verði lagt fram frv. um það að þessi stétt manna, leigubifreiðastjórar, þurfi ekki að hlíta því að borga lúxustoll af sínum atvinnutækjum.