Listamannalaun
Föstudaginn 15. mars 1991


     Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason) :
    Herra forseti. Menntmn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. til laga um listamannalaun. Samstaða er í nefndinni um það að mæla með samþykkt frv. með brtt. sem er að finna á þskj. 940. Brtt. fjallar um gildistökuákvæði frv. og er í þá veru að lögin öðlist gildi 1. sept. 1991 nema fjárhagsákvæði þeirra sem taka fyrst gildi í upphafi næsta árs, 1. jan. 1992. Enn fremur er ákvæði um að lögin skuli endurskoða að fimm árum liðnum frá gildistöku þeirra.
    Nefndin mælir með því, herra forseti, að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem ég hef nú gert grein fyrir.