Stjórnarráð Íslands
Föstudaginn 15. mars 1991


     Frsm. allshn. (Guðmundur Ágústsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 966 um frv. til laga um breyting á lögum nr. 73 frá 28. maí 1969, um Stjórnarráð Íslands, með síðari breytingum. Nál. þetta er frá allshn. og er á þessa leið:
    ,,Nefndin leggur til að frv., sem gerir ráð fyrir sameiningu Fjárlaga - og hagsýslustofnunar og fjármálaráðuneytisins, verði samþykkt óbreytt.``
    Undir þetta rita allir nefndarmenn.
    Það er kannski ekki meira að segja um þetta frv. en það sem fram kemur í nál., að verið er að sameina þessar tvær stofnanir, Fjárlaga - og hagsýslustofnun og fjármálaráðuneytið, undir eitt ráðuneyti en gert er ráð fyrir því í dag að þarna sé um tvö ráðuneyti að ræða.
    Það má kannski segja að þarna sé einnig um það að ræða að koma nokkru skipulagi á innra starf ráðuneyta, en í gangi hafa verið nefndir, annars vegar nefnd sem forsrh. skipaði á síðasta ári og einnig milliþinganefnd sem hefur verið að fjalla um uppstokkun á Stjórnarráðinu. Þetta kom þar m.a. til umfjöllunar og voru báðar nefndirnar sammála um það að þetta yrði sú endanlega niðurstaða sem mundi koma út. Eins og ég sagði áðan legg ég til að málið verði samþykkt óbreytt.