Leikskóli
Föstudaginn 15. mars 1991


     Danfríður Skarphéðinsdóttir :
    Virðulegur forseti. Þar sem nál. það sem mælt var fyrir rétt í þessu var ekki undirritað af fulltrúa Kvennalistans í hv. menntmn. Ed., þá vil ég láta það koma fram hér, og það kom reyndar fram í máli mínu fyrr í kvöld, að að sjálfsögðu styðjum við þetta frv., þó við höfum lýst þeim göllum sem á því eru varðandi fjármögnun. Við teljum að þetta sé mikilvæg stefnuyfirlýsing um það að til sé sérstakt leikskólastig þar sem börn hljóta uppeldi miðað við þroska og þarfir og við væntum þess að ríkisstjórnir framtíðarinnar taki myndarlega á að byggja upp dagvistir fyrir öll börn undir sex ára aldri í landinu.