Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson) :
    Herra forseti. Það er rétt hjá hv. 2. þm. Austurl. að þarna er um nokkra efnisbreytingu frá því sem prentað var í textanum, í lagatextanum. En þetta orðalag um búsetuna er það sem nefndin sem samdi frv. kom sér saman um og það sem ríkisstjórn tók afstöðu til og það sem stjórnarflokkar tóku afstöðu til, ef ég veit rétt. Og með einhverjum hætti hefur þetta orð ,,lögheimili`` komið inn í staðinn fyrir ,,búsetu`` á einhverjum stigum málsins og mun það vera fyrir mistök.
    Hvað varðar brtt. sem hv. 14. þm. Reykv. Geir H. Haarde gerði athugasemdir við, þá getur hann, ef hann les saman texta frv. og brtt., komist að því um hvað þær fjalla.