Fjáraukalög
Föstudaginn 15. mars 1991


     Forseti (Geir H. Haarde) :
    Frá því að forseti gaf síðast upplýsingar um stöðu mála á mælendaskrá hefur einn væntanlegur ræðumaður bæst við, hæstv. fjmrh., þannig að nú eru enn tveir á mælendaskrá og ítrekar forseti tilmæli til þeirra um að reyna að stytta mál sitt þannig að þessari umræðu um þingsköp megi ljúka og jafnframt að menn haldi sig við það umræðuefni á þeim grundvelli sem hv. málshefjandi markaði. En næstur talar hv. 2. þm. Norðurl. v. og síðan hæstv. fjmrh. sem vonandi verður síðastur á mælendaskrá í þessari umræðu um þingsköp.