Almannatryggingar
Föstudaginn 15. mars 1991


     Sólveig Pétursdóttir :
    Hæstv. forseti. Ég vil aðeins nota þetta tækifæri til þess að þakka nefndinni fyrir vel unnin störf og vona að þetta mikla réttlætismál fái framgang hér á hinu háa Alþingi. Hér er mælst til þess að það sé staðfest að konur sem eru í fæðingarorlofi geti fengið greiddan mismun á fullum launum og tryggingabótum frá atvinnurekanda ef um það er samið án þess að Tryggingastofnun stöðvi greiðslur bóta.