Leikskóli
Föstudaginn 15. mars 1991


     Stefán Valgeirsson :
    Herra forseti. Aðeins nokkur orð. Ég er ekki sammála síðasta ræðumanni. Ég held að það sem þarf að breyta í þessu frv. sé fyrst og fremst að lögin taki ekki þegar gildi heldur að þau taki gildi um næstu áramót, ef það er einhver möguleiki að koma þessu í gegnum þingið sem er auðvitað óvíst eins og tímaþröngin er orðin mikil hér. Ég held að það sé alvörumál ef þetta stoppar á því að menn leggja ekki í að samþykkja þessa leið. Ef lögin taka gildi um áramót er hægt að athuga það í sambandi við fjárlagaafgreiðslu á haustþinginu hvernig á að framkvæma þetta. Ég hélt að flestir hv. alþm. væru því sammála að þetta er rétt stefna. Þetta er það sem koma skal. Og við skulum bara segja að svo hörmulega takist til að hér komi viðreisnarstjórn, þá er a.m.k. betra að vera búinn að setja þennan ramma. Hann verður ekki settur ef viðreisnarstjórn sest í valdastóla, en það gæti staðið í þeim að hrinda ekki þessu máli fram ef það yrði að lögum á þessu þingi.
    Ef menntmn. vill ekki athuga þetta ákvæði um gildistökuna
og þetta heldur áfram mun ég gera tillögu um það, hæstv. forseti, en vildi mælast til þess að hann mundi benda formanni nefndarinnar á það hvort það væri ekki skynsamlegt að breyta gildistökuákvæðinu í 23. gr.