Húsnæðisstofnun ríkisins
Föstudaginn 15. mars 1991


     Stefán Valgeirsson :
    Herra forseti. Á þskj. 887 er brtt. við þetta frv. sem var einnig flutt á síðasta þingi. Þá greiddi ég atkvæði með þessari tillögu. Hafi það verið brýnt að samþykkja hana þá þá er það ekki síður nú eins og ástandið er í þessum málum. Hins vegar vonast ég til að hv. 1. flm. að þessari tillögu láti það ekki bitna á frv. sjálfu þó svo illa til takist að hún nái ekki fram að ganga eða aðrir sem ekki setja sig inn í þá aðstöðu sem fjöldi fólks er nú í, eins og kunnugt er. Ég vil ekki tefja þessa umræðu á neinn hátt og læt því þetta nægja.