Frsm. utanrmn. (Jóhann Einvarðsson) :
    Hæstv. forseti. Á þskj. 922 er nál. frá utanrmn. varðandi till. til þál. um ályktanir Vestnorræna þingmannaráðsins frá 1990 sem flutt var af Árna Gunnarssyni, Alexander Stefánssyni, Margréti Frímannsdóttur, Málmfríði Sigurðardóttur og Hreggviði Jónssyni, sem eru aðilar að þessu vestnorræna þingmannasamstarfi. Nál. utanrmn. er svohljóðandi:
    ,,Nefndin hefur fjallað um till. og leggur til að hún verði samþykkt með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þskj.
    Nefndin birtir sem fylgiskjal með nál. þessu ályktanir Vestnorræna þingmannaráðsins sem samþykktar voru á fundi ráðsins í Þórshöfn í Færeyjum 4. sept. 1990.``
    Undir þetta nál. skrifa allir meðlimir utanrmn., þ.e. sá sem hér stendur, Hjörleifur Guttormsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Ragnhildur Helgadóttir, Guðmundur G. Þórarinsson, Kristín Einarsdóttir og Karl Steinar Guðnason.
    Brtt. á þskj. 923 er svohljóðandi:
    ,,Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að vinna að framkvæmd ályktana Vestnorræna þingmannaráðsins sem samþykktar voru á fundi ráðsins í Þórshöfn í Færeyjum 4. sept. 1990.``