Lækkun húshitunarkostnaðar
Mánudaginn 18. mars 1991


     Ólafur Þ. Þórðarson (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Það hefur komið fram að mjög mikil vinna hefur verið lögð í þessa till. og sú ábending hefur komið fram hjá hv. 4. þm. Vesturl. að nauðsynjalaust sé með öllu að vísa henni til nefndar, heldur sé það sjálfsagður hlutur að vísa henni aðeins til síðari umr. og svo að samþykkja till.
    Ég tel rétt að þingmenn geri sér grein fyrir því að það eru miklar líkur á að hæstv. núv. iðnrh. verði áfram iðnrh. og kæmi þá í hans hlut að framkvæma till. (Gripið fram í.) Ég tel þess vegna allt benda til þess að það sé skynsamlegt hjá þinginu að fara þá leið sem hv. 4. þm. Vesturl. hefur lagt til, að fella það að málið fari til nefndar en tryggja að það fari til síðari umr. og til atkvæðagreiðslu.