Íslensk heilbrigðisáætlun
Mánudaginn 18. mars 1991


     Frsm. meiri hl. félmn. (Hjörleifur Guttormsson) :
    Virðulegi forseti. Ég kallaði til fulltrúa í félmn. og kynnti þeim þær till. sem fram eru komnar frá hv. 2. þm. Reykv. Ekki náðist í alla nefndarmenn í þá viðræðu, fjarverandi var hv. 9. þm. Reykn., en við vorum sammála um að hér væri í raun um lagfæringar að ræða á annars þokkalegu verki að mati félmn. Eru nefndarmenn reiðubúnir að mæla með því að þessar till. hv. 2. þm. Reykv. verði samþykktar og falli inn í þessa þáltill. í heild sinni. Ég hef skilið það svo að með því takist einnig breiðari samstaða um málið en horfur voru á og tel það mjög til bóta.