Húsnæðisstofnun ríkisins
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Danfríður Skarphéðinsdóttir :
    Virðulegur forseti. Ég vildi aðeins, vegna þess að ég hef ekki tekið til máls í þessari umræðu það sem af er, láta það koma fram að ég fagna því frumvarpi sem við erum að afgreiða núna. Ég held að það sé mjög gott að hafa rammalöggjöf utan um húsnæðissamvinnufélögin og Búseta. Við kvennalistakonur höfum mjög oft bent á það í umræðum um húsnæðismálin að við viljum leggja aukna áherslu á félagslega íbúðakerfið og eins það búseturéttarform sem þetta frumvarp fjallar um.
    Eins og fram kemur í nál. styðjum við frv. að sjálfsögðu, en ég vildi bara láta koma fram að ég tel að hér sé um mjög þarft og gott mál að ræða.