Almannatryggingar
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Frsm. meiri hl. heilbr.- og trn. (Salome Þorkelsdóttir) :
    
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá meiri hl. heilbr.- og trn. sem er á þskj. 1125 og varðar frv. til laga um breytingu á lögum nr. 59/1987, um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum.
    Nefndin hefur fjallað um frv. og fékk á sinn fund Ásmund Stefánsson frá Alþýðusambandi Íslands, Þórarin V. Þórarinsson frá Vinnuveitendasambandi Íslands og Dögg Pálsdóttur frá heilbr.- og trmrn.
    Þótt meiri hl. nefndarinnar geri sér grein fyrir því að hugsanlega sé nokkurt misræmi milli réttinda sem konur öðlist er um mikilvægt skref að ræða til réttarbóta fyrir allar konur. Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frv. verði samþykkt án breytinga.
    Undir þetta nál. rita Salome Þorkelsdóttir, Guðrún J. Halldórsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, sem undirritar með fyrirvara, og Guðmundur H. Garðarsson.