Þjóðminjalög
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Frsm. menntmn. (Ragnar Arnalds) :
    Virðulegi forseti. Hv. menntmn. neðri deildar hefur fjallað um frv. til laga um breyting á þjóðminjalögum, en þetta mál hefur hlotið afgreiðslu í efri deild.
    Nefndin er á einu máli um það að frv. sé til bóta en í því felast nokkrar einfaldar lagfæringar á þjóðminjalögum varðandi stöður við þá stofnun. Þó rak nefndin augun í nokkrar villur sem bersýnilegar voru í frv. og er því óhjákvæmilegt að þær verði leiðréttar en jafnframt að bætt sé við frv. gildistökuákvæði, þannig að gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. sept. 1991.
    Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt og undir þetta rita fimm nefndarmenn. Ásamt mér rita undir nál. Ólafur Þ. Þórðarson, Árni Gunnarsson, Guðný Guðbjörnsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir, með fyrirvara.