Opinber réttaraðstoð
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Stefán Valgeirsson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Mér þykir leitt ef það er svo að búið er að semja um að taka t.d. 5. dagskrármálið ekki fyrir. Mér finnst full sanngirni í því að gera það, a.m.k. miðað við það að tekin voru þrjú mál fyrir frá hæstv. félmrh. hér í dag en neita því algjörlega að ljúka þessu máli. Það er auðvitað hægt ef menn vilja komast að samkomulagi.
    Ég mun hins vegar lýsa andstöðu við því að taka 11. dagskrármálið. Ég hef fengið 10 -- 20 símskeyti um að gera mitt til þess að láta það bíða.
    En með því að hafa langa þingskapaumræðu þokum við málum ekki fram. Mér finnst mikil sanngirni í því að taka þetta mál, enda er nauðsynlegt að það fari í gegn.