Starfslok neðri deildar
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Málmfríður Sigurðardóttir :
    Virðulegi forseti. Fyrir hönd okkar alþingismanna þakka ég hæstv. forseta hlý orð og góðar óskir í okkar garð. Ég vil þakka honum fyrir hans þátt í stjórn þingstarfa, svo og vinsamlega og réttláta fundarstjórn. Ég óska honum og fjölskyldu hans allra heilla á komandi tíð. Þá vil ég þakka skrifstofustjóra, svo og öllu starfsliði Alþingis, fyrir mikil og vel unnin störf í önnum þingsins.
    Það er ljóst á þessari kveðjustund að ýmis okkar sem hér erum inni nú munu ekki koma til starfa á næsta þingi. Því vil ég þakka þingdeildarmönnum öllum fyrir samstarf á liðnu kjörtímabili og vona að við hittumst sem fyrst heil þegar þing verður kallað saman á ný.
    Að svo mæltu vil ég biðja hv. þingdeildarmenn að rísa úr sætum til að taka undir þessi orð. --- [Deildarmenn risu úr sætum.]