Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég vil að fram komi að þingflokki framsóknarmanna er ekkert að vanbúnaði að gengið verði til kosninga. Að sjálfsögðu þyrfti þá að gera hlé til að menn töluðu sig saman og stilltu upp, en okkur er ekkert að vanbúnaði að ganga til kosninga í sjálfu sér.
    Það má reyndar færa viss rök fyrir því að lýðræðislegt sé að nýtt þing velji í viðkomandi stjórnir og ráð. En fyrir því liggja líka nokkuð sterk rök að kjósa núna því málið hefur verið á dagskrá og kjörtímabil sumra þessara nefnda rennur út áður en nýtt þing verður kvatt saman.
    Ég vil minna á það að við samþykktum í gær breytingu á stjórnarskránni sem þarf að öðlast fullnaðargildi eftir næstu kosningar. Þar af leiðir að það er sjálfsagður hlutur að kveðja saman þing í sumar.