Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Umhverfisráðherra (Júlíus Sólnes) :
    Virðulegi forseti. Mér finnst það miður að þingið ljúki sínum störfum á síðasta þingi þessa kjörtímabils í óeiningu um þetta mál. Ég vil hvetja til þess að veittur verði frestur til þess að reyna að ná samkomulagi um hvort ekki er hægt að láta þessar kosningar fara fram, flokkarnir geti komið sér saman um það, því eins og ég ítreka aftur, ég tel að það væri miður ef það yrði okkar síðasta verkefni á þessu þingi sem nú er að ljúka að hverfa héðan í óeiningu og væri betur að við næðum saman um að leysa þetta mál.
    Að lokum vildi ég bara geta þess, hvað varðar þingflokk Borgfl., að okkur er ekkert að vanbúnaði að tilnefna okkar fulltrúa til þessara kosninga.