Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Stefán Valgeirsson :
    Virðulegi forseti. Ég er búinn að vera hér í 24 ár og slík uppákoma hefur aldrei verið á þessum tíma. Var ekki einhver að tala um um daginn að hv. þm. Hjörleifur Guttormsson hefði sýnt ofbeldi með því að tala í máli sem hann gerði mjög vel? En hvað er þetta annað en ofbeldi? Það er alveg furðulegt að forseti Sþ. skuli þá ekki a.m.k. leita eftir því hvort þingmenn samþykkja það að brjóta þær reglur sem hefur verið farið eftir svo lengi sem ég man eftir.
    Mér kemur þetta í raun og veru ekki á óvart. Það hefur farið leynt og ljóst að Sjálfstfl. og Alþfl. eru að undirbúa viðreisn í þessu landi. Almenningur ætti að athuga hvort þeir vilja fá yfir sig slíka stjórn sem sýnir hér ofbeldi. Þó að hv. 1. þm. Reykv. segist hafa talað í sínu eigin nafni en ekki flokksins þá er hann þó alltaf varaformaður Sjálfstfl. og það endurreistur.