Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Nú er það svo að fjölmargir þingmenn hafa beðið um orðið um þingsköp og hefur forseti satt að segja varla stjórn á því lengur hverjir og í hvaða röð menn hafa beðið um orðið. Verði því ekki mótmælt vill forseti gera hlé til klukkan hálf tólf svo að til þrautar verði reynt að finna lausn á þessu máli áður en forseti neyðist til að taka málið af dagskrá. --- [Fundarhlé.]
    Forseti hefur nú reynt til þrautar að ná samkomulagi um 1. -- 4. mál. Það hefur ekki tekist og tekur forseti nú málin af dagskrá.